Emma Eyþórsdóttir (f. 1953) lauk BSA-prófi í búfjárfræðum frá Manitoba-háskóla í Winnipeg, Kanada, 1977 og stundaði framhaldsnám í erfða- og kynbótafræði búfjár við Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi 1986–1990. Hún starfaði sem aðstoðarsérfræðingur og síðar sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1983– 2004 og dósent við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri síðar Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2001 til starfsloka 2020. Viðfangsefni rannsókna hennar hafa einkum verið á sviði sauðfjárræktar og varðveislu erfðaauðlinda búfjár.
View all posts