Þingvallavatn og Mývatn – gróðurvinjar á flekaskilum

Orðtakið segir: Frjó eru vötn er falla undan hraunum.

Ísland á tvö stór stöðuvötn sem þetta á við um og glitra sem gimsteinar: Þingvallavatn og Mývatn. Ég hef rannsakað bæði vötnin ásamt hópi 59 sérfróðra vísindamanna frá sex þjóðum sem hafa lagt fram mikla og vandaða fræðilega þekkingu á vistkerfi Þingvallavatns og Mývatns og vatnasviði þeirra á alþjóðlegum vettvangi vísindanna.

Listaskáldið góða og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson var einna fyrstur til að kanna Þingvallavatn. Hann spurði: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Vísindahópurinn getur goldið jáyrði við spurningunni. Við höfum fetað í fótspor Jónasar, frænda míns, gefið út fimm bækur, alls um 1.700 síður í um 15 þúsund eintökum, komið upp fjöldanum öllum af fræðingum með meistara- og doktorspróf, birt nær 200 tímaritsgreinar og haldið fjölda erinda um allan heim til þess að kynna sérstöðu og undur Mývatns og Þingvallavatns, hraunkögraðra vatna á flekaskilum á Íslandi.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-03-at-12.20.52.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-03-at-12.27.46.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/08/Screenshot-2021-08-03-at-12.29.45.png

Höfundur

  • Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

hin@hin.is

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

ritstjori@hin.is

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24