Hlýnun Þingvallavatns og hitaferlar í vatninu

Fjallað er um mælingar á vatnshita í útfalli Þingvallavatns og lofthita á vatnasviðinu á 55 ára tímabili, frá 1962 til 2017. Einnig er greint frá vatnshitamælingum sem hófust árið 2007 og varpa ljósi á lóðrétta hitaferla í vatnsbolnum. Rannsóknirnar staðfesta að Þingvallavatn hefur hlýnað umtalsvert á síðastliðnum 30 árum eða svo, frá lokum kuldaskeiðs sem stóð milli 1965 og 1985–1986, og fellur hlýnun vatnsins vel að hækkandi lofthita á vatnasviðinu. Ársmeðalhiti í vatninu hefur hækkað að jafnaði um 0,15°C á áratug, sem er álíka hlýnun og í öðrum stórum og djúpum vötnum á norðlægum slóðum. Mest er hlýnunin að sumri til (júní-ágúst) með 1,3–1,6°C hækkun á meðalhita mánaðar á árabilinu 1962–2016. Fast á hæla fylgja haust- og vetrarmánuðirnir (september-janúar) með hækkun á meðalhita mánaðar á bilinu 0,7–1,1°C. Vegna hlýnunarinnar leggur Þingvallavatn bæði sjaldnar og seinna en áður og ís brotnar fyrr upp. Hlýnun vatnsins virðist einnig hafa eflt hitaskil og lagskiptingu í vatnsbolnum. Hugað er að afleiðingum hlýnunarinnar fyrir lífríki vatnsins. Sumar hverjar virðast þegar vera mælanlegar, svo sem aukin frumframleiðsla, og sverja þær sig í ætt við breytingar í vistkerfum í vötnum annars staðar á norðurslóð. Nýlega hafa fordæmalausar breytingar átt sér stað í svifþörungaflóru vatnsins með tilliti til tegundasamsetningar og vaxtarferils á ársgrunni, og kunna þær breytingar að stafa af samverkandi áhrifum frá hlýnun og aukinni ákomu næringarefna í vatnið.

https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-27-at-23.31.31.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-27-at-23.34.30.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-27-at-23.35.26.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-27-at-23.47.08.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-27-at-23.52.31.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-00.01.27.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-00.03.18.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-00.03.25.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-00.10.03.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-00.13.16.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-00.13.37.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-00.18.34.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-00.53.43.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-00.58.55.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-01.00.49.png|https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2021/07/Screenshot-2021-07-28-at-01.01.18.png

Höfundur

  • Margrét Rósa Jochumsdóttir er ritstjóri prent- og vefútgáfu Náttúrufræðingsins.

Hið íslenska nátturufræðifélag

Stofnað 1889

www.hin.is

[email protected]

Ritstjóri: Margrét Rósa Jochumsdóttir

[email protected]

Aðsetur: Skrifstofa NMSÍ, 

Suðurlandsbraut 24